- Auglýsing -
Serbneski handknattleiksmaðurinn Igor Mrsulja hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Grill 66-deildarlið Víkings.
Mrsulja gekk til liðs við Víking sumarið 2022 og hefur síðan leikið með liðinu jafnt í Olísdeildinni og í Grill 66-deildinni auk þess að vinna í íþróttamiðstöðinni í Safamýri.
Mrsulja kom til landsins á vegum Gróttu haustið 2021 og lék með liðinu í eitt ár áður en hann færðist yfir til Víkings.
- Auglýsing -