- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Munurinn á liðunum var Aron

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Ég er vonsvikinn að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum með flottri frammistöðu. Það er vonbrigði að hafa ekki tekist að stöðva Aron Pálmarsson eins og til stóð,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar eftir þriggja marka tap fyrir FH að Varmá í kvöld í 12. umferð Olísdeildar karla. Aron skoraði 15 mörk í leiknum af 32 sem FH gerði.


„Munurinn á liðunum var Aron. Við vorum stundum tveir og jafnvel þrír á honum en ekkert gekk að stöðva hann“ sagði Gunnar og bætti við að allt hefði verið lagt í sölurnar til þess að koma böndum yfir Aron en því miður hafi það ekki tekist, ekki síst í fyrri hálfleik þegar Aron skoraði 10 mörk. Aron átti auk þess sex stoðsendingar. „Það tókst ekki betur en þetta,“ sagði Gunnar sem hrósaði Aroni fyrir frammistöðuna.

Hefði nægt gegn öðrum liðum

„Frammistaða okkar hefði nægt til þess að vinna flest önnur lið í deildinni. Þannig er það og við höldum bara áfram,“ sagði Gunnar ennfremur en Aftureldingarliðið er í þriðja sæti Olísdeildar með 15 stig, sex stigum á eftir FH sem er efst. Mosfellingar eiga leik til góða við Val sem er í öðru sæti.

Birgir Steinn Jónsson og Birkir Benediktsson eru meiddir og léku ekki með Aftureldingu vegna meiðsla.

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 11 mörk fyrir Aftureldingu og Blær Hinriksson skoraði sex mörk.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 11, Blær Hinriksson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Þorvaldur Tryggvason 3, Leó Snær Pétursson 2, Jakob Aronsson 1, Ihor Kopyshynskyi 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 10, 27,8% – Jovan Kukobat 4, 40%.
Mörk FH: Aron Pálmarsson 15, Símon Michael Guðjónsson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Ágúst Birgisson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8, 21,6%.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -