Íslenska landsliðið í handknattleik karla tryggði sér í dag efsta sæti í 3. riðilsins í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik með öruggum sigri á Eistlandi, 30:23, fyrir framan á þriðja þúsund áhorfendur í Laugardalshöll í rífandi góðri stemningu.
Ísland verður að öllum líkindum í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar 10. maí í Düsseldorf en EM verður í Þýskalandi frá 10. til 28. janúar á næsta ári.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var einu sinni sem oftar á vaktinni með myndavélar fyrir handbolti.is á landsleik. Hann fangaði m.a. stemninguna innan vallar á meðal leikmanna frá upphafi til enda leiksins.
Eina af syrpum Hafliða er að finna hér fyrir neðan. Smellið á hverja mynd til þess að sjá þær í hærri upplausn.