Eins og kom fram fyrr í dag á handbolta.is þá varð KA sigurvegari í B16 ára flokki pilta á Partille cup handknattleiksmótinu í Gautaborg í dag.
Guðmundur Svansson ljósmyndari í Gautaborg var á staðnum og fangaði stemninguna þegar flautað var til leiksloka í úrslitaleiknum og leikmenn og þjálfara KA fögnuðu. Guðmundur var svo vinsamlegur að senda handbolta.is nokkrar af myndunum sem hann náði í gleðinni.
- Auglýsing -