- Auglýsing -
Eins og áður hefur komið fram þá fékk Valur fljúgandi viðbragð í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Orgiohöllinni gegn ungverska liðinu FTC (Ferencvárosi Torna Club). Góður sigur vannst, 43:39.
Næst mætir Valur spænska liðinu BM Benedorm á Spáni á þriðjudagskvöld en alls verða leikir Valsmanna tíu í riðlakeppninni. Fjörið er þar af leiðandi rétt að hefjast.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fylgdist haukfránum augum með leiknum í gegnum myndavél sína og linsur. Hluta afrakstur hans er að finna hér fyrir neðan.
- Auglýsing -