- Auglýsing -
Það var gleði og gaman meðal Íslendinga, innan vallar sem utan, þegar íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann pólska landsliðið, 30:24, í fyrri vináttuleik þjóðanna í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í gærkvöld. Fullt hús af áhorfendum, íslenskur sigur meðan utan dyra gekk á með éljum.
Liðin mætast öðru sinni í Sethöllinni á Selfossi klukkan 16 í dag.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari hitaði upp myndavélar sínar og linsur fyrir Evrópumótið í Innsbruck sem hefst eftir mánuð og brá sér á leikinn í gærkvöld og fangaði stemninguna innan vallar sem utan. Hluti myndanna birtist hér fyrir neðan.
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.
- Auglýsing -