- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndin fer að skýrast í B-riðli

Kari Brattset Dale og félagar í Györ sækja Budocnost heim í Meistaradeildinni annað kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Næstu þrír leikir í Meistaradeild kvenna í handknattleik munu gefa skýrari mynd af toppbaráttunni í B-riðli. Annað kvöld mun topplið Györ mæta Buducnost en þær ungversku freista þess að koma sér aftur á sigurbraut eftir að hafa þurft að sætta sig við jafntefli í síðustu tveimur leikjum. Þó að þær ungversku nái að vinna gætu þær misst toppsætið í riðlinum til CSKA. Rússneska liðið á fyrir höndum að mæta botnliði Podravka í tveimur leikjum í Moskvu sem fara fram á sunnudag og mánudag.


Buducnost – Györ | Föstudagur 29. janúar  kl. 17.00

  • Györ er á toppi B-riðils Meistaradeildarinnar með 18 stig og er taplaust í 48 leikjum í röð.
  • Györ hefur þurft að sætta sig við jafntefli í síðustu tveimur leikjum, á útivelli gegn Odense og á heimavelli við Brest.
  • Buducnost hefur sigrað í síðustu þremur heimaleikjum.
  • Bojana Popovic þjálfari Buducnost greindist með Covid-19 á dögunum og getur ekki stjórnað liðinu annað kvöld. Milena Raicevic og Suzana Lazovic stýra liðinu í fjarveru Popovic.
  • Györ vann fyrri leik liðann sem fram fór í nóvember, 34-29.
  • CSKA – Podravka | Sunnudagur 31. janúar  kl. 12.00

CSKA – Podravka | Mánudagur 1. febrúar  kl. 15.00

  • CSKA er í öðru sæti riðilsins með 17 stig, einu færra en Györ. Þær rússnesku eiga þó einn leik inni á þær ungversku
  • Með sigri í þessum tveimur leikjum tryggir CSKA sér toppsætið í riðlinum.
  • Þær rússnesku byrjuðu árið vel en þær hafa unnið þrjá leiki í röð, gegn Brest, Dortmund og Valcea.
  • Podravka hafa tapað átta leikjum í röð
  • Liðin hafa ekki mæst áður í Evópukeppni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -