- Auglýsing -
KA/Þór vann stórsigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í gær, 34:18, eins og komið hefur fram á handbolti.is. Þar með mætast liðin í eina oddaleik fyrstu umferðar úrslitakeppni beggja Olísdeildanna á sunnudaginn í TM-höllinni kl. 16.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari sendi handbolta.is myndir frá leiknum í KA-heimilinu í gær. Birtast nokkrar þeirra hér fyrir neðan um leið og handbolti.is þakkar Agli Bjarna kærlega fyrir sendinguna.
Lesendum er góðfúslega bent á að smella á myndirnar til þess að sjá þær stærri.
- Auglýsing -