Stúlkurnar í U17 ára landsliði Íslands leikur til úrslita í dag við landslið Norður Makedóníu í B-deild Evrópumótsins í handknattleik kvenna í Klaipéda í Litaén. Leikurinn hefst klukkan 15 og verður í beinni útsendingu hjá ehftv.com.
Að loknum morgunmat í morgun fóru stúlkurnar út í gönguferð áður en þær settust á fund með Ágústi Þór Jóhannssyni þar sem farið var yfir áherslur liðsins í leiknum í dag.
Handbolti.is fékk sendar nokkrar myndir frá morgninum frá Guðríði Guðjónsdóttur formanni landsliðsnefndar kvenna sem með er í för. Myndirnar eru hér fyrir neðan.
- Auglýsing -