- Auglýsing -
Barcelona vann Aalborg Håndbold, 31:30, í æsispennandi úrslitaleik Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í gær. Vart mátti á milli liðanna sjá frá upphafi til enda.
Þetta er í 12. sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeild Evrópu, þar af í fimmta skipti eftir að úrslitahelgarfyrirkomulagið var tekið upp 2010. Danska meistaraliðið lék í annað sinn til úrslita í keppninni. Það tapaði einnig fyrir Barcelona í úrslitaleik fyrir þremur árum.
Hér fyrir neðan er samantekt frá úrslitaleiknum frábæra í gær.
Sjá einnig:
Barcelona vann meistaradeildina eftir háspennuleik
- Auglýsing -