- Auglýsing -
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði glæsilegt mark fyrir Ísland í sigrinum frækna á Ungverjalandi í F-riðli Evrópumótsins í gærkvöldi. Óðinn Þór hefur getið sér orðs á undanförnum árum fyrir að skora nákvæmlega svona mörk.
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti fullkomna sendingu fram á Óðin Þór sem var sloppinn einn í gegn, hoppaði inn í vítateiginn og skaut boltanum svo aftur fyrir bak og skoraði.
Á samfélagsmiðlum Handknattleikssabambands Evrópu er myndskeið birt af markinu undir yfirskriftinni „trademark finish“ sem gæti útlagst nokkuð klunnalega á íslensku sem „einkennismerkis afgreiðsla.“
Markið má sjá hér:
- Auglýsing -


