- Auglýsing -
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, birti í gær skemmtilegt myndskeið af leikmönnum F-riðils Evrópumóts karla þar sem þeir reyna að bera fram erfið orð úr tungumálum þjóða hverrar annarrar.
Elliði Snær Viðarsson fær það hlutverk að reyna að bera fram langt pólskt orð fyrir hönd leikmanna Íslands og ferst það prýðilega úr hendi.
Leikmenn Póllands, Ítalíu og Ungverjalands eiga síðan í stökustu vandræðum með að bera fram íslensk orð á við Eyjafjallajökull og Þjóðhátíð.
Myndskeiðið má sjá hér:
Ísland mætir Póllandi í annarri umferð F-riðils klukkan 17 á morgun.
- Auglýsing -


