- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Gísli Þorgeir verður hjá SC Magdeburg til 2028

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður ársins í þýskum handknattleik 2023. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn í handknattleik og leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til loka júní 2028. Fyrri samningur hans við félagið var til ársins 2025.


Sennilega hafa fáir íslenskir handknattleiksmenn skrifað undir eins langan samning við félag sitt og Gísli Þorgeir gerir nú.

Magdeburg sagði frá þessu í gær áður en tekið var á móti Gummersbach í þýsku 1. deildinni. Hér fyrir neðan er myndskeið þar sem Gísli Þorgeir er m.a. hylltur af stuðningsmönnum fyrir ákvörðun sína.

Einn sá eftirsóttasti

Á heimasíðu SC Magdeburg segir að Gísli Þorgeir, sem verður 24 ára gamall á árinu, sé einn eftirsóttasti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Er það í samræmi við frednir undanfarinna mánaða að nokkur af stærri félögum Evrópu hafi verið með Gísla Þorgeir undir smásjá.


Ennfremur segir á heimasíðu SC Magdeburg að Gísli Þorgeir hafi tekið gríðarlegum framförum á undanförnu árum og hreinlega sprungið út á handknattleiksvellinum síðata árið.

Gengið í gegnum súrt og sætt

Gísli Þorgeir hefur verið í herbúðum SC Magdeburg síðan í lok janúar 2020 eftir að hafa verið í hálft annað ár hjá THW Kiel. Gísli Þorgeir hefur tvisvar orðið fyrir alvarlegum meiðslum frá því að hann gekk til liðs við Magdeburg. Forráðamenn félagsins hafa staðið þétt við bakið á Hafnfirðingnum í gegnum erfiðleikana. Félagið hefur fengið ríkulega endurgreitt með frammistöðu Gísla Þorgeirs og tryggð við félagið nú þegar hann er heill heilsu og á hvers manns vörum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -