Ekkert varð af síðari viðureign serbneska liðsins RK Partizan Belgrad og AEK Aþenu í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram átti að fara í Belgrad í dag. Leikmenn og starfsmenn AEK gengu af leikvelli áður en leikurinn hófst vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Myndskeið af uppákomunni er að finna neðar í þessari frétt.
From the incident.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025
🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd
Reyksprengjum var kastað inn á leikvöllinn áður en viðureignin hófst rétt eftir að leikmenn liðanna höfðu verið kynntir til leiks. Stuðningsmenn RK Partizan létu ófriðlega á áhorfendapöllunum. Leist gríska liðinu ekki á blikuna. Engu tjónki var við leikmenn og þjálfara komið þrátt fyrir viðræður á milli forráðamanna. Yfirgáfu AEK-liðið keppnishöllina eftir nærri tveggja tíma þref baksviðs og héldu til baka á hótel sitt. Fer liðið til síns heima í fyrramálið.
Svara fullum hálsi
Forráðamenn RK Partizan er afar óhressir með framkomu AEK-liðsins í kvöld. Hafa þeir svarað í sömu mynt og sagt að ömurlega hafa verið komið fram við leikmenn Partizan í fyrri viðureigninni fyrir viku. Hrækt hafi verið á leikmenn, smáhlutum kastað að þeim og jafnvel hafi bjór verið skvett á leikmenn Partizan í leiknum án þess að verðir hafi hreyft litla fingur. Frá þessu segir á Balkan-handball.
Einnig halda forráðamenn RK Partizan því fram að AEK hafi aldrei ætlað að taka þátt í leiknum og að meint ógnun sé aðeina skálkaskjól í þeim ásetningi.
EHF á næsta leik
Handnattleikssamband Evrópu tekur málið fyrir á morgun en það er í höndum sambandsins að ákveða næstu skref í málinu.
AEK vann heimaleik sinn um síðustu helgi með fimm marka mun, 27:22. Þess má til fróðleiks geta að sigurliðið úr þessari rimmu, hverjar sem lyktir hennar verða, mæta Bosníumeisturum HC Izvidac sem lögðu Hauka í átta liða úrslitum í gær.
Auk HC Izvidac er norska liðið Runar komið áfram eftir sigur á Olympiakos, 33:23, og samanlagt 64:60. Alkaloid frá Norður Makedóníu, sem Kiril Lazarov þjálfar, vann rúmenska lðið Minaur Baia Mare, 32:25 í síðari leiknum, og samanlagt 63:56.