„Ég get ekki verið annað en stoltur með mína menn eftir að þeir komu til baka eftir allt mótlætið sem við lentum í. Einnig var svekkjandi að skora ekki sigurmarkið eftir leikhléið á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkinga í samtali við X-síðu handknattleiksdeildar KA eftir eins marks tap Víkings eftir framlenginu í fyrstu umferð Poweradebikarsins í handknattleik karla í KA-heimilinu í kvöld, 33:32.
Víkingur var um skeið sjö mörkum undir en náði að jafna og átti þess bæði kost að skora sigurmarkið í lok venjulegs leiktíma og fékk möguleika á að jafna metin á síðustu sekúndum framlengingar.
Hlusta og horfa má á allt viðtalið við Jón Gunnlaug hér fyrir neðan.
Jón Gunnlaugur Viggóson var að vonum súr að Víkingar hafa lokið leik í Powerade bikarnum eftir tap í KA heimilinu í kvöld í framlengdum leik @handkastid @vikingurfc @HSI_Iceland pic.twitter.com/eMR20AbrL5
— KA (@KAakureyri) October 29, 2023
Tengt efni:
Fram, HK og Fjölnir áfram með í bikarkeppninni
Bruno kom í veg fyrir aðra framlengingu á Akureyri