- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: „Við vorum ógeðslega flottir“

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, ræðir við sína menn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Þetta var frábær sigur og við vorum ógeðslega flottir,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA við Instagramsíðu KA eftir óvæntan sigur KA á Val, 33:29, í Olísdeild karla í handknattleik í Origohöllinni í kvöld.

KA var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:18. Með sigrinum fór KA upp að hlið Hauka með 10 stig en Haukar eiga leik til góða.

Valur getur séð á eftir efsta sætinu í hendur FH-inga annað kvöld takist FH-ingum vel upp gegn Gróttu.


„Eftir góð skref í síðustu leikjum þá small allt hjá okkur í kvöld, ekki síst í síðari hálfleik þegar við fengum góða markvörslu, flottan varnarleik og síðan var sóknarleikurinn frábær, ekki síst í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Stefán en nánar er hægt að hlusta á viðtalið í hér fyrir neðan

Einnig er viðtal við Skarphéðinn Ívar Einarsson leikmann KA sem fór mikinn, jafnt í sókn sem vörn. Skarphéðinn lék í hjarta varnarinnar annan leikinn í röð.

Staðan og næstu leikur í Olísdeild karla.


Mörk Vals: Ísak Gústafsson 8, Magnús Óli Magnússon 7/1, Agnar Smári Jónsson 4, Tjörvi Týr Gíslason 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14, 36,8% – Arnar Þór Fylkisson 3, 25%.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 8/1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Ott Varik 5/1, Jóhann Geir Sævarsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 5, Dagur Árni Heimisson 3, Arnór Ísak Haddsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 12, 38,7% – Nicolai Horntvedt Kristensen 2, 16,7%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -