- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Viktor Gísli fór á kostum í Evrópudeildinni

Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður landsliðsins og franska liðsins Nantes. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í kvöld þegar Nantes vann pólska liðið Górnik Zabrze, 31:23, á heimavelli í annarri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik. Viktor Gísli varði 17 skot, 43,6%, og átti þar af leiðandi stóran þátt í öruggum sigri franska liðsins sem er fyrir vikið efst í 1. riðli og stendur vel að vígi.

Tvær umferðir eru eftir en efsta liðs hvers riðils 16-liða úrslita fer í átta liða úrslit meðan liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti verða að mætast í leikjum heima og að heiman til að kljást um hin sætin fjögur.

Hér fyrir neðan er ein af vörslum Viktors Gísla í leiknum í kvöld.

Loksins sigur

Eftir hver tapið á fætur öðru í síðustu leikjum tókst Rhein-Neckar Löwen að leggja Hannover-Burgdorf í kvöld á heimavelli, 27:26. Þýsku liðin eru í 1. riðli Evrópudeildarinnar eins og Nantes og Górnik Zabrze.

Ýmir Örn Gíslason lék í vörn Rhein-Neckar Löwen sem hefur fjögur stig í riðlinum eins og Hannover-Burgdorf. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Tengt efni:

Orri Freyr og félagar lögðu Berlínarrefina í Berlín

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -