- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar lögðu Berlínarrefina í Berlín

Orri Freyr Þorkelsson leikmaður Sporting Lissabon. Mynd/Sporting
- Auglýsing -

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í Sporting Lissabon gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, 32:31, í annarri umferð riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Max Schmeling Halle í Berlin. Þetta er aðeins annað tap Füchse Berlin á keppnistímabilinu í öllum mótum. Þýska liðið vann Evrópudeildina á síðasta keppnistímabili.

Orri Freyr skoraði fjögur mörk fyrir Sporting, þrjú þeirra úr vítaköstum. Martim Costa var markahæstur með 12 mörk, þar á meðal sigurmarkið góða. Sigurinn fleytti Sporting upp í efsta sæti riðilsins með sex stig eftir fjóra leiki eins og Füchse. Liðin eiga eftir að mætast aftur í Lissabon.

Ósvikin sigurgleði:

Blés ekki byrlega

Ekki blés endilega byrlega fyrir Orra Frey og samherjum að loknum fyrri hálfleik þegar þeir voru sex mörkum undir, 19:13. Daninn Mathias Gidsel skoraði átta mörk fyrir Berlinarliðið.

Hér fyrir neðan er myndskeið með sigurmarkinu:

Öruggt hjá Teiti í Novi Sad

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg í 10 marka sigri á Vojvodina, 36:26, í Novi Sad í Serbíu í kvöld í þriðja riðli. Eftir jafnan fyrri hálfeik tóku leikmenn Flensburg völdin í síðari hálfleik og sýndu sigurliði Evrópubikarkeppninnar á síðustu leiktíð mátt sinn og megin.

Óðinn Þór með fjögur

Flensburg er efst í riðlinum með sex stig eftir fjóra leiki. Bjerringbro/Silkeborg er næst á eftir með fjögur stig eftir öruggan sigur á svissnesku meisturunum, Kadetten Schaffhausen, 36:30, í Silkeborg í kvöld. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk fyrir Kadetten sem einnig hefur fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppni 16-liða úrslita.

Tap hjá Tryggva

Tryggvi Þórisson og félagar í sænska liðinu Sävehof töpuðu á heimavelli fyrir danska liðinu Skjern, 29:27, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 13:12. Tryggvi var í leikmannahópi Sävehof en var ekki á meðal þeirra sem skoraði mark.

Skjern er með sex stig að loknum þremur leikjum. Þjálfaralaust lið RK Nexe er með fimm eftir jafntefli á útivelli við Gorenje Velenje í Slóveníu, 27:27. Sävehof hefur þrjú stig en Slóvenarnir tvö.

Tengt efni:

Myndskeið: Viktor Gísli fór á kostum í Evrópudeildinni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -