- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Náðum að leika á okkar forsendum

Ásbjörn Friðriksson og félagar í FH töpuðu er fallnir úr leik í Evrópubikarnum í handknattleik. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Þetta var góður leikur hjá okkur og skemmtilegur. Okkur tókst að standast öll áhlaup. Þetta var vel gert hjá okkur,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH og aðstoðarþjálfari í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Val í uppgjöri toppliða Olísdeildar karla í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld, 32:28. FH hefur fimm stiga forskot eftir leikinn.


„Mér fannst við vera með tök á þeim í hvert sinn sem við stilltum upp í vörn. Þegar svo er þá er tilfinningin góð í handboltaleik. Þess vegna var eitt af markmiðum okkar í síðari hálfleik að spila góðan sóknarleik og skila okkur heim. Það tókst okkur vel,“ sagði Ásbjörn.

FH var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:14, og náði snemma sex marka mun í síðari hálfleik. Eftir það var munurinn fjögur til fimm mörk, FH í hag. „Okkur tókst að fylgja leikjaáætlun okkar frá upphafi til enda og leið vel. Þegar okkur tekst að vera skynsamir í okkar leik eins og að þessu sinni þá erum við mjög góðir. Það er mjög auðvelt að fara út úr skipulaginu en leikurinn okkar í kvöld sýndi að við erum að verða þroskaðri,“ sagði Ásbjörn.


Spurður hvort það hafi verið eitt af markmiðum FH fyrir tímabilið að vera á toppnum þegar jólaleyfi Olísdeildar gengi í garð sagði Ásbjörn svo hafa verið. Sú er raunin.

„Við erum með gott lið og eigum að vera á toppnum eða við hann. Hinsvegar er mikið eftir og við verðum að halda áfram að vinna í okkar málum á næstu sex vikum meðan keppni liggur niðri,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH og aðstoðarþjálfari í samtali við handbolta.is í kvöld.

Tengt efni:

Tókst aldrei almennilega að stríða þeim

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -