Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen töpuðu naumlega fyrir Eulen Ludwigshafen í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld, 24:23. Leikið var í Friedrich-Ebert-Halle Ludwigshafen. Staðan var jöfn þegar fyrri hálfleikur var að baki, 12:12.
Elmar, sem er á sínu fyrsta tímabili með Nordhorn-Lingen, skoraði þrjú mörk í jafnmörgum skotum.
Viðureignin var jöfn og spennandi frá byrjun til enda. Heimamenn náðu tveggja marka forskoti, 24:22, nærri lokum. Þrátt fyrir ákafar tilraunir þá lánaðist leikmönnum Nordhorn ekki að jafna metin.
Keppni í þýsku 2. deildinni er fremur jöfn og skammt, í stigum talið, milli liðsins sem er í 5. sæti, Elbflorenz, og þess sem situr í 17. og næst neðsta sæti, TuS N-Lübbecke, aðeins sex stig þegar átta umferðir eru eftir að viðbættum einum leik.
Nordhorn er í sjötta sæti með 27 stig og á inni viðureign gegn GWD Minden sem er í öðru sæti.
Staðan í 2. deild karla í Þýskalandi: