- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nítján marka sigur Hauka í Grafarvogi

Skarphéðinn Ívar Einarsson og félagar í Haukum unnu stórsigur á Fjölni í dag. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Eftir góðan sigur á Gróttu í vikunni þá snerust vopnin í höndum Fjölnismanna í dag þegar þeir tóku á móti Haukum í 20. umferð Olísdeildar karla. Haukar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda og léku sér að Fjölnismönnum eins og köttur að mús. Lokatölur, 37:18, fyrir Hafnarfjarðarliðið sem var 11 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:8.


Þetta var annar 19 marka sigurinn í Olísdeildinni í vikunni en á miðvikudaginn vann Afturelding liðsmenn Stjörnunnar, 40:21.

Fjölnir rekur áfram lestina í Olísdeildinni með átta stig þegar tveir leikir eru eftir. Þeir eru tveimur stigum á eftir Gróttu og þremur frá ÍR-ingum sem sitja í 10. sæti.

Haukar, sem léku við hvern sinn fingur í dag, eru í fimmta sæti með 24 stig.

Fyrstu 10 mínútur leiksins í Fjölnishöllinni bentu ekki endilega til að Haukar myndu kjödraga Fjölnismenn að þessu sinni. Þegar á leið hertu Haukar róðurinn til muna og leikmenn Fjölnis sátu eftir. Sóknarleikurinn var mistækur og ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleiknum. Til að bæta gráu ofan á svart þá vörðu markverðir Hauka afar vel.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk Fjölnis: Gunnar Steinn Jónsson 4, Óli Fannar Pedersen 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Elvar Þór Ólafsson 1, Viktor Berg Grétarsson 1, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1, Brynjar Óli Kristjánsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7, 18,9%.

Mörk Hauka: Sigurður Snær Sigurjónsson 8, Skarphéðinn Ívar Einarsson 7/1, Össur Haraldsson 6, Geir Guðmundsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2 (7 sköpuð færi), Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Andri Fannar Elísson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Hergeir Grímsson 1/1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Birkir Snær Steinsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/2, 57,1% – Vilius Rasimas 6, 40%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -