- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Noregur heimsmeistari í fimmta sinn – Lunde kvaddi með stórleik

- Auglýsing -

Noregur varð heimsmeistari í handknattleik kvenna í fimmta sinn í kvöld. Norska landsliðið vann það þýska, 23:20, í úrslitaleik í Rotterdam. Um leið er þetta í 13. sinn sem Noregur vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti í kvennaflokki. Fjögur ár eru síðan Noregur vann HM kvenna síðast. Á HM fyrir tveimur árum kom silfrið í hlut Noregs en gullið féll þá í skaut Frakklands sem lagði Holland fyrr í dag í viðureign um 3. sætið.

Norska landsliðið hefur þar með unnið þrjú síðustu stórmót í kvennaflokki; HM 2025, EM 2024 og Ólympíuleikana 2024.


Leikurinn verður ekki síst minnisstæður fyrir að vera kveðjuleikur Katrine Lunde, markvarðar norska landsliðsins á stórmóti. Hún er 45 ára gömul og á 23 ára feril með landsliðinu. Lunde átti stórleik í dag, varði 14 skot, 41%, og vann sinn þriðja heimsmeistaratitil og þrettándu gullverðlaun á stórmóti.

Katrine Lunde kvaddi stórmót í handknattleik með stórleik í úrslitaleiknum í dag. Ljósmynd/EPA

Varnarleikurinn var í aðalhlutverki í úrslitaleiknum.

Eftir jafnan fyrri hálfleik og jafna stöðu, 11:11, að honum loknum. Norska liðið byrjaði afar vel í síðari hálfleik og komst yfir, 16:12, eftir sex mínútur. Þýska liðið lagði ekki árar í bát og minnkaði muninn í eitt mark, 18:17. Nær komust þær ekki. Í miklum baráttuleik náði norska liðið að vinna.


Henny Reistad og Thale Rushfeldt Deila voru markahæstar í norska landsliðnu með fimm mörk hvor.

Viola Leuchter, Emily Vogel og Alina Grijseels skoruðu fjögur mörk fyrir Þýskaland sem vann til verðlauna á HM í fyrsta sinn í 18 ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -