- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nú er kannski lag að gera Frökkum skráveifu

Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Fyrir utan að vera ótrúlega góðir í handbolta þá eru Frakkar alltaf líkamlega sterkir og snöggir. Við erum á leiðinni í mjög erfiðan leik þar sem franska liðið er með tvo og jafnvel þrjá heimsklassa leikmenn í hverri stöðu,” sagði Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í gær þegar hann var inntur eftir leiknum við Frakka í milliriðlakeppni HM í handknattleik sem fram fer í kvöld kl. 17.


„Ég ætla ekki að vanmeta Frakka en þegar horft er yfir hópinn þá hafa þeir á stundum verið með enn sterkara lið en núna. Þannig að ef einhverntímann hefur verið lag að gera þeim skráveifu þá er það kannski núna hér í Egyptalandi. Varnarleikur Frakka er mjög góður enda leikmenn stórir og sterkir. Það er uppskrift að mjög góðri vörn.“
 
„Við hljótum að finna einhver kerfi til þess að ná fram opnun á vörninni. Við verðum að leika áfram vörnina sem var góð í leiknum við Sviss.“


Eftir Svissleikinn þá svíður mest er okkur brást svo oft bogalistin í opnum færum eftir að hafa opnað vörn þeirra marg oft. Þegar það gerist hvað eftir annað þá dregur það úr sjálfstaustinu og örygginu í sóknarleiknum. Þá verður leikurinn hægari. Það vinnur enginn handboltaleik á heimsmeistaramóti með því að skora 18 mörk. Við vitum það allir,“ sagði Bjarki Már.


„Ef við náum vörninni upp og sjálfstraustið eykst í skotum í opnum færum, hraðaupphlaupum fjölgar þá ættum við að eiga möguleika gegn Frökkum,“ sagði Bjarki Már Elísson vinstri hornamaður og markahæsti leikmaður Íslands á HM í handknattleik 2021 með 24 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -