„Við vorum með undirtökin mest allan leikinn og komnir með trausta stöðu snemma í síðari hálfleik,“ sagði Andri Snær Stefánsson aðstoðarþjálfari KA eftir sigur á HK, 35:34, í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í KA-heimilinu. Andri Snær stýrði KA-liðinu í leiknum ásamt Sverre Andreasi Jakobssyni í fjarveru Halldórs Stefáns Haraldssonar.
Sigurinn lyfti KA úr neðsta sæti deildarinnar.
„Ef við værum með meira sjálfstraust og fleiri stig í deildinni þá hefðum við örugglega afgreitt leikinn fyrr en við hleyptum þeim inn í leikinn þegar leið á síðari hálfleikinn. Þeir fóru að hlaupa á okkur og við fengum á okkur 20 mörk í síðari hálfleik.
Númer eitt, tvö og þrjú þá var gríðarlega mikilvægt að fá sigur, tvö stig. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Andri Snær ennfremur en myndskeiðsviðtal við hann er að finna hér fyrir neðan.
Andri Snær var ævinlega sàttur við sigur á HK í kvöld @handkastid @handboltiis pic.twitter.com/ea1H5G6Gja
— KA (@KAakureyri) October 17, 2024
KA hafði sætaskipti við HK á botnum – ÍR lagði Fram
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Glórulausir á köflum, hlupum út og suður