Portúgalinn Pedro Nunes hefur tekið við þjálfun karlaliðs Harðar í handknattleik en liðið leikur í Grill 66-deildinni. Nunes er ráðinn til þriggja ára en frá þessu var sagt á Facebook-síðu Harðar í gær. Nunes tekur við að Ungverjanum Endre Koi sem lét af störfum í vor.
Nunes er 37 ára og er handhafi EHF Mastercoach Pro leyfi og kemur með mikla alþjóðlega þjálfarareynslu, segir í tilkynningu Harðar. Hann starfaði síðast sem aðstoðarþjálfari Boa Hora í efstu deild Portúgals, eftir tímabil sem aðalþjálfari hjá NA Samora Correia í 3. deild.
Auk þess að þjálfa meistaraflokkinn mun Pedro stýra 18 ára liði Harðar og bera ábyrgð á allri handboltaþjálfun og starfsemi innan félagsins.
Þjálfarar – helstu breytingar 2025