Liðin í Grill 66-deild kvenna hafa sótt sér liðsstyrk fyrir átök tímabilsins eins og önnur. Nýtt lið hefur einnig orðið til í deildinni þegar Fylkir og Fjölnir sneru bökum saman á sumarmánuðum um rekstur liðs í meistaraflokki kvenna. Hér að neðan nokkuð af helstu breytingum sem handbolti.is veit um að hafi átt sér stað.
Arna Þyrí Ólafsdóttir til Víkings frá Stjörnunni.
Anna Brynja Hedin til Fjölnis/Fylkis frá ÍR
Anna Karen Jónsdóttir til Fjölnis/Fylkir frá Fjellhamer
Ada Kozicka til Fjölnis/Fylkis frá HK
Oddný Björg Stefánsdóttir til Fjölnis/Fylkis frá ÍR
Hrafnhildur Jónsdóttir Kvaran til Víkings frá Fjölni
Auður Brynja Sölvadóttir til Víkings frá Stjörnunni
Steinunn Guðjonsdóttir frá Stjörnunni í Gróttu
Ágústa Huld Gunnarsdóttir frá HK í Gróttu
Victoría Þorkelsdóttir úr Fjölni í Víking
Emelía Dögg Sigmarsdóttir úr Val í Víking
Alana Elín Steinarsdóttir úr Fjölni í Víking
Gísli Steinar Jónsson og Gunnar Valur Arason tóku við þjálfun kvennaliðs Fjölnis/Fylkis
Kári Garðarsson tók við þjálfun kvennaliðs Gróttu.
Vinsamlegast sendið leiðréttingar og ábendingar á netfangið [email protected]