- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddaleikur framundan í Fredericia eftir tvö jafntefli

Elvar Ásgeirsson leikmaður Ribe-Esbjerg. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Oddaleik þarf til þess að leiða til lykta undanúrslitarimmu Íslendingaliðanna Ribe-Esbjerg og Fredericia HK í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Liðin skildu jöfn öðru sinni í 23:23, í Blue Water Dokken í Esbjerg í dag. Fyrsta leiknum, á fimmtudaginn, lauk, 27:27.

Allt undir á miðvikudag

Uppgjör liðanna fer fram í thansen-Arena í Fredericia á miðvikudaginn. Þá verður leikið til þrautar og gripið til tveggja framlenginga og vítakeppni ef það er það sem þarf, eins og sagði í söngtextanum um árið.

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Ribe-Esbjerg stóð sig afar vel þann tíma sem leiksins sem hann fékk að spreyta sig. Ágúst Elí varði 9 skot, 42,8%.

Elvar Ásgeirsson var besti maður Ribe-Esbjerg. Hann skoraði þrjú mörk og átti sex stoðsendingar auk þess að vera aðsópsmikill í vörninni.

Einar skoraði tvö

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Fredericia og átti eina stoðsendingu. Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði liði Fredericia að vanda af vandvirkni.

Ribe-Esbjerg-piltar voru í stöðu til þess að ljúka einvíginu í dag en vopnin snerust í höndum þeirra. Fredericia var marki yfir í hálfleik, 11:10. Jonas Kruse jafnaði metin fyrir Fredericia 12 sekúndum fyrir leikslok.

Aalborg Håndbold og Skjern mætast í hinni rimmu undanúrslita. Álaborgarliðið vann fyrsta leikinn. Önnur viðureign liðanna fer fram í dag.

Uppfært: Aalborg vann Skjern í dag, 34:25, í Skjern og leikur með með til úrslita um danska meistaratitilinn við Fredericia HK eða Ribe-Esbjerg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -