- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddaleikur í Skógarseli – Selfoss bíður

Leikmenn Gróttu fagna sigri eftir kappleik. Mynd úr safni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta og ÍR mætast í oddaleik í undanúrslitum í umspili Olísdeildar kvenna á lauagardaginn eftir að Grótta jafnaði metin í rimmu liðanna í Hertzhöllinni í kvöld, 31:28. Á sama tíma vann Selfoss öruggan sigur á FH, 28:22, í Kaplakrika og innsiglaði sæti í úrslitum sem hefjast á miðvikudagskvöld í Sethöllinni á Selfossi. Selfossliðið verður að bíða fram yfir miðjan dag á laugardag eftir að vita hvort andstæðingurinn verður ÍR eða Grótta.


Eftir 12 marka tap í Skógarseli ÍR-inga á sunnudaginn voru leikmenn Gróttu staðráðnir í að snúa taflinu við á heimavelli í kvöld. Það tókst þeim. Gróttuliðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda og hleypti ÍR-ingum aldrei í jafnan leik. Staðan var 17:15 að loknum fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik stefndi í öruggan sigur Gróttu en ÍR-ingar gerðu gott áhlaup og minnkuðu muninn úr 26:20 í 27:25. Nær komust þeir ekki.
Ljóst er að allt verður lagt í sölurnar í oddaleiknum.

Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Ef undan eru skildar fyrstu 15 mínúturnar í Kaplakrika í kvöld þá voru leikmenn Selfoss með öll ráð í hendi sér. Enda vart við öðru að búast. Selfoss lék í Olísdeildinni í vetur en FH er í uppbyggingu og hafnaði í fjórða sæti, þegar eingöngu er litið til aðalliða, í Grill 66-deildinni.

Grótta – ÍR 31:28 (17:15).

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Þóra María Sigurjónsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Katrín S. Thorsteinsson 4, Lilja Hrund Stefánsdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1, Valgerður Helga Ísaksdóttir 1.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 11.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 12,Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 6, Anna María Aðalsteinsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 10, Ísabella Schöbel Björnsdóttir 3.

Mjög vel var mætt á leikinn í Hertzhöllinni í kvöld, síðasta vetrardag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

FH – Selfoss 22:28 (11:13).

Mörk FH: Ivana Meincke 5, Aníta Björk Valgeirsdóttir 4, Aníta Björk Valgeirsdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Telma Medos 1, Emma Havin Sardardóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 9.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 11, Roberta Stropé 3, Tinna Soffía Traustadóttir3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 6, Cornelia Hermansson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -