- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddur hefur samið um að leika með Þór

Oddur Gretarsson við hótel íslenska landsliðsins á HM í Egyptalandi 2021. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Oddur Gretarsson hefur samið við uppeldisfélag sitt, Þór Akureyri, um að leika með liði félagsins á næstu leiktíð. Eins og kom fram á handbolti.is í gær ákvað Oddur að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Balingen-Weilstetten og kveðja félagið í sumar eftir sjö ára samfellda dvöl. Áður hafði Oddur leikið með TV Emsdetten í fjögur ár.

Þór sagði frá því á heimasíðu sinni rétt fyrir hádegið að samkomulag hafi náðst við Odd sem lék síðast norðan heiða með Akureyri handboltafélagi leiktíðina 2012/2013.

„Hann er reynslumikill leikmaður með ótrúlegan feril að baki. Þetta er það sem við stefnum að auðvitað, að reyna að búa til umgjörð og lið sem uppalda Þórsara langi til og vilji snúa heim í og er Oddur stórt skref í þá átt,“ er haft eftir Halldóri Erni Tryggvasyni þjálfara karlaliðs Þór á heimasíðu félagsins.

Oddur, sem verður 34 ára gamall á árinu er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokki félagsins. Hann spilaði fyrsta leikinn með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi frá tímabilinu 2007/2008 og var valinn íþróttamaður Þórs árið 2010.

Alls hefur Oddur klæðst landsliðspeysunni í 30 skipti, síðast vorið 2021. Hann hefur tekið þátt í þremur stórmótum með landsliðinu HM 2011 og 2021 og EM 2012.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -