- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór fetaði í fótspor Kristjáns Arasonar

Óðinn Þór Ríkharðsson. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti A-landsliða í gærkvöld gegn Suður Kóreu. Hann lét ekki þar við sitja heldur skoraði 11 mörk áður en leiktíminn var á enda.

Óðinn Þór fetaði þar með í fótspor Kristjáns Arasonar sem einnig skoraði 11 mörk í leik við Suður Kóreu á heimsmeistaramóti árið 1986 í Sviss í tapleik sem oft er rifjaður upp, 30:21.


Kristján, sem er faðir Gísla Þorgeirs liðsfélaga Óðins Þórs í landsiðinu, lék sinn fyrsta leik á A-heimsmeistaramóti í umræddum leik í Genf 25. febrúar 1986.

Óðinn Þór átti fjóra leiki skráða á sig fyrir Ísland á HM þegar að viðureigninni kom í gær. Hann hafði hinsvegar ekkert komið við sögu í fyrstu leikjunum fjórum, sat á bekknum.


Heiðmar Felixson skoraði 10 mörk í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramóti í leik gegn Ástralíu á HM 2003 í Viseau í Portúgal.


Aðrir sem skorað hafa 10 mörk eða fleiri í leik á HM eru Sigurður Valur Sveinsson, Valdimar Grímsson, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Markús Máni Michaelsson Maute, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Þór Gunnarsson og Bjarki Már Elísson. Allir höfðu þeir leikið nokkra leiki á HM áður en þeir skoruðu yfir tug marka, frá 10 og upp í 15. Guðjón Valur endurtók leikinn nokkrum sinnum á þeim átta heimsmeistaramótum sem hann var þátttakandi á.


Hittingur er að um er að ræða 11 leikmenn sem skorað hafa a.m.k. einn tug marka í leik fyrir íslenska landsliðið á HM.

Milliriðill 2 (Gautaborg)
18. janúar:
Portúgal – Brasilía, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Ungverjaland, kl. 19.30.
20. janúar:
Brasilía – Ungverjaland, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Portúgal, kl. 17.
Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30.
22. janúar:
Grænhöfðaeyjar – Ungverjaland, kl. 14.30.
Brasilía – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Portúgal, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -