Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og hornamaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen varð markakóngur Evrópudeildarinnar í handknattleik karla sem lauk í dag með sigri þýska liðsins Füchse Berlin. Óðinn Þór skoraði 110 mörk í 13 leikjum, sem jafngildir 8,46 mörkum að jafnaði í leiknum. Hann lék 13 af 14 leikjum Kadetten í keppninni, missti af þeim fyrsta vegna ristarbrots í upphafi leiktíðar.
Yfir 80% skotnýting
Óðinn Þór varð ekki aðeins markahæstur heldur einnig sá skotvissasti af 30 markahæstu leikmönnum keppninni. Hann nýtti 81,5 af skotum sínum til þess að skora mark. Enginn annar af fyrrgreindum hóp náði að rjúfa 80% markið. Næstur á eftir Óðni Þór var Daninn Emil Jakobsen hjá Flensburg með 78% nýtingu.
Hér fyrir neðan eru þeir markahæstu:
Nafn | Félag: | Mörk | Fj.leikja |
Óðinn Þór Ríkharðsson | Kadetten | 110 | 13 |
Martim Costa | Sporting | 102 | 16 |
Bence Nagy | FTC | 99 | 16 |
Ihor Turchenko | HC Motor | 97 | 12 |
Francisco Costa | Sporting | 95 | 16 |
Antonio Robledo | Granollers | 94 | 16 |
Marcel Schiller | Göppingen | 78 | 15 |
Milos Vujovic | Füchse Berlin | 76 | 14 |
Emil Jakobsen | Flensburg | 75 | 16 |
Josip Sarac | Göppingen | 75 | 17 |
Kyllian Villeminot | Montpellier | 75 | 16 |
Salvador Salvador | Sporting | 74 | 16 |
Jonathan Svensson | Ystads | 74 | 12 |
Markahæstur Valsmanna: | |||
Arnór Snær Óskarsson | 65 | 12 |