- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór meistari í Sviss annað árið í röð

Óðinn Þór Ríkharðsson var svissneskur meistari annað árið í röð í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson varð í dag svissneskur meistari í handknattleik annað árið í röð með félagsliði sínu Kadetten Schaffhausen. Kadetten lagði HC Kriens-Luzern, 32:25, í fimmtu og síðustu viðureign liðanna á heimavelli. Staðan var jöfn, 12:12, að loknum fyrri hálfleik en leikmenn HC Kriens-Luzern voru frískari framan af.

Óðinn Þór var markahæstur leikmanna Kadetten. Hann skoraði átta mörk, þar af fimm úr vítaköstum en hann var með fullkomna nýtingu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði eitt mark í leiknum en hann var að ljúka ferli sínum. Nokkuð er síðan Canellas, sem var burðarás spænska landsliðsins um árabil, ákvað að leggja skóna á hilluna í vor.

Þetta var í fjórtánda sinn sem Kadetten Schaffhausen vinnur meistaratitilinn í Sviss. Aðeins Grasshopper Club Zürich hefur oftar orðið meistari, í 21 skipti, síðast 1991.

Kadetten varð einnig deildarmeistari í vor og bikarmeistari í lok apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -