Nokkur af stærstu handknattleiksfélögunum í Frakklandi, eru nú að leggja meiri áherslu á kvennahandbolta. Félög eins og USAM Nîmes, Montpellier Handball og Chambéry Savoie Mont Blanc Handball hafa stígið stór skref til að hleypa auknum krafti í kvennaliðin og styrkja m.a. þjálfun yngri flokka og ná samstarfi við minni félög í nærumverfi sínu. Frá þessu greinir franska handboltasíðan Handnews.
Nýlega hefur Chambéry tilkynnt um samstarf við SHBC La Motte-Servolex, frá og með tímabilinu 2025/26.
USAM Nîmes hefur þegar lagt aukinn kraft í kvennaflokka. Félagið tók upp þráðinn aftur með kvennalið fyrir þremur árum og síðan hefur lið félagsins færst upp um þrjár deildir og er nú með lið sem leikur í næst efstu deild á næstu leiktíð. Mikill metnaður er fyrir kvennaliðinu innan félagsins og því verið tryggður traustur fjárhagsgrundvöllur.
Kvennalið Montpellier Handball leikur í 3. deild á næsta tímabili. Félagið styrkti liðið fyrir veturinn með reynslumiklum leikmönnum úr efstu deildum auk þess að treysta fjárhaginn.