- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ógnarsterkir Frakkar fóru létt með Ungverja

Miklos Rosta í ungverska landsliðinu komust lítt áleiðis gegn Frökkum í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Frakklands standa vel að vígi eftir fyrstu umferð í millriðli 2 á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Þeir unnu afar öruggan sigur á Ungverjum, 37:30, í Varaždin í Króatíu í gærkvöld. Ungverjar áttu aldrei möguleika í leiknum, að því er virtist. Þeir voru átta mörkum undir í hálfleik, 23:15. Frakkar mæta Hollendingum annað kvöld og gulltryggja sér sæti í átta liða úrslitum með sigri.


Dika Mem var markahæstur hjá Frökkum með sex mörk. Melvyn Richardson og Nedim Remili skoruðu fimm mörk hvor. Bence Bánhidi, Zoran Ilic og Máté Ónodi-Jánoskúti skoruðu fjögur mörk hver fyrir ungverska liðið en Máté Lékai var markahæstur með fimm mörk.

Sigurmark í blálokin

Niels Versteijnen tryggði Hollendingum eins marks sigur á Katar, 38:37, í hnífjöfnum leik í Varaždin. Katarbúar jöfnuðu metin, 37:37, 18 sekúndum fyrir leikslok.

Sigurinn var hollenska liðinu lífsnauðsynlegur til að eiga von um annað sæti milliriðils þrjú og vera áfram í möguleika um þátttökurétt í átta liða úrslitum. Dani Baijens var markahæstur í hollenska liðinu með níu mörk. Luc Steins skoraði sjö mörk og gaf átta stoðsendingar. Steins var fáum að óvörum valinn maður leiksins. Frankis Marzo skoraði 11 mörk fyrir Katar.

Kuzmanovski barg stigi

Í fyrsta leik dagsins í milliriðli 3 í gær skoraði Filip Kuzmanovski jöfnunarmark fyrir Norður Makedóníu á síðustu andartökum viðureignarinnar við Austurríkismenn, 29:29. Jafnteflið skilar báðum liðum litlu, ekki síst Kuzmanovski og félögum sem hafa aðeins tvö stig í riðlinum. Austurríkismenn eru með þrjú stig. Þeir mæta Ungverjum á morgun í úrslitaleik fyrir bæði lið í kapphlaupinu um sæti í átta liða úrslitum.

Lukas Hutecek skoraði sex mörk og var markahæstur í austurríska liðinu. Nemanja Belos var næstur með fimm mörk. Marko Mitev skoraði sex sinnum fyrir N-Makedóníu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -