Norðmenn og Danir eru komnir með annan fótinn í átta liða úrslit handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum eftir að þriðju umferð lauk í kvöld. Lið beggja þjóða eru með fullt hús stiga, þremur stigum á undan landsliði Egyptalands, sem situr í þriðja sæti. Eftir tvo tapleiki lánaðist Frökkum að öngla í annað stigið úr viðureign sinni við Egypta í dag, 26:26. Ludovic Fabregas skoraði jöfnunarmark franska landsliðsins á síðustu sekúndu.
Frakkar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins eftir að hafa undir högg að sækja stóran hluta leiksins. M.a. voru Egyptar fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 15:11. Egyptar áttu þess kost að tryggja sér sigurinn undir lokin en tókst ekki að skora úr síðustu sókn sinni. Þeir töpuðu boltanum þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sekúndurnar dugðu Frökkum til að krækja í sitt fyrsta stig og halda þar með í vonina um sæti í átta liða úrslitum.
Gidsel skoraði 13 mörk
Mathias Gidsel skoraði 13 mörk fyrir danska landsliðið og var með fullkomna nýtingu í 11 marka sigri á Argentínu. Gidsel hefur skorað 32 mörk í 39 skotum í þremur leikjum leikanna og lang markahæstur. Ekkert markanna hefur Gidsel skorað úr vítaköstum.
Eins og við mátti búast voru Danir ekki í erfiðleikum með Argentínumenn í kvöld. Lokatölur, 38:27. Danska landsliðið hefur þar með sex stig eins og Noregur sem lagði Ungverja með sigurmarki Alexandre Blonz úr hraðaupphlaupi á síðustu sekúndu eins og handbolti.is sagði frá hér.
Danmörk – Argentína 38:27 (19:14).
Mörk Danmerkur: Mathias Gidsel 13, Rasmus Lauge 5, Simon Pytlick 5, Thomas Arnoldsen 3, Lukas Jørgensen 3, Hans Lindberg 3/1, Mikkel Hansen 2/1, Niclas Kirkeløkke 2, Magnus Landin 1, Emil Jakobsen 1.
Varin skot: Emil Nielsen 16/1, 37%.
Mörk Argentínu: James Parker 6, Pablo Simonet 5/2, Ignacio Pizarro 5/1, Lucas Moscariello 3, Pedro Martinez 3, Nicolas Boni 2, Feerico Fernandez 1, Federico Pizarro 1, Andres Moyano 1.
Varin skot: Leonel Mariel 8/1, 21%.
Frakkland – Egyptaland 26:26 (11:15).
Mörk Frakklands: Ludovic Fabregas 5, Dika Mem 4, Hugo Descat 4, Melvyn Richardson 3/2, Dylan Nahi 3, Valtine Porte 2, Nedim Remili 2, Yanis Lenne 1, Elohim Prandi 1, Nikola Karabatic 1.
Varin skot: Remi Desbonnet 6, 35% – Vincent Gerard 4, 21%.
Mörk Egyptalands: Yahia Omar 8/1, Ahmed Adel 6, Ali Zein 5, Ahmed Hesham 3, Yeha Elderra 3, Omar Elwakil 1.
Varin skot: Mohamed Aly 11/1, 30%.
Noregur – Ungverjaland 26:25 (11:13).
Mörk Noregs: Alexandre Blonz 9/2, Simen Ulstad Lyse 6, Sander Sagosen 3, Gabriel Ask Setterblom 3, Kristian Bjørnsen 2, Petter Ørverby 1, Tobias Grøndal 1, Harald Reinkind 1.
Varin skot: Torbjørn Bergerud 14, 37%.
Mörk Ungverjalands: Bence Banhidi 6, Richard Bodo 6, Nece Imre 6/3, Bendeguz Boka 2, Zoltán Szita 2, Mate Lekai 1, Zoran Ilic 1, Gergo Fazekas 1.
Varin skot: Kristof Palasics 10/1, 32%.
Næst síðasta umferð:
2. ágúst: Króatía – Svíþjóð, kl. 12 – RÚV.
2. ágúst: Þýskaland – Spánn, kl. 14 – RÚV.
2. ágúst: Japan – Slóvenía, kl. 17.