- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Ekkert virðist stöðva Dani – Norðmenn mæta Slóvenum

Danska landsliðið hefur unnið fimm leiki á Ólympíuleiknum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Danir héldu í dag áfram sigurgöngu sinni í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum þegar þeir lögðu Norðmenn, 32:25, í fimmtu og síðustu umferð B-riðils. Danska landsliðið hafnaði þar með í efsta sæti riðilsins og mætir Svíþjóð í átta liða úrslitum á miðvikudaginn. Svíar féllu niður í fjórða sæti í A-riðli með sigri Spánverja á Króötum í síðasta leik A-riðils i kvöld, 32:31. Spánn krækti þar með í þriðja sætið og leikur á móti Egyptum í átta liða úrslitum.

Norska landsliðið var skrefi og jafnvel tveimur á eftir danska liðinu frá upphafi til enda í leiknum í dag. Danir voru með fjögurra til sex marka forskot allan fyrri hálfleik og gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik.

„Við lékum af mikilli ákefð og vörðum mjög vel. Sennilega er þetta einn besti leikur landsliðsins síðan ég tók við,“ sagði Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins í samtali við TV2 rétt eftir að hann gekk af leikvelli.

Danska landsliðið er það eina í karlakeppninni sem ekki hefur tapað leik.
Noregur leikur við Slóveníu í átta liða úrslitum. Egyptar sem verða í öðru sæti í A-riðli leika við Svía sem hljóta þriðja sæti í B-riðli hvernig sem viðureign Spánar og Króatíu lyktar.

Eins kom fram fyrr í dag eigast grannþjóðirnar Þýskaland og Frakkland við í átta liða úrslitum sem fram fara á miðvikudaginn í Lille.

Úrslit 5. og síðustu umferðar B-riðils:

Danmörk – Noregur 32:25 (17:12).
Mörk Danmerkur: Simon Pytlick 9, Lukas Jørgensen 5, Rasmus Lauge 5, Emil Jakobsen 3, Mathias Gidsel 3, Thomas Arnoldsen 3, Niclas Kirkeløkke 2, Magnus Saugstrup 1, Mikkel Hansen 1/1.
Varin skot: Emil Nielsen 15, 38%.
Mörk Noregs: Harald Reinkind 6, Alexndre Blonz 5/4, Kristian Bjørnsen 3, Sebastian Barthold 3, Petter Øverby 2, Sander Sagosen 2, Tobias Grøndahl 2, Simen Ulstad Lyse 2.
Varin skot: Kristian Sæverås 5, 24%- Torbjørn Bergerud 3, 18%.

Ungverjaland – Frakkland 20:24 (8:11).
Mörk Ungverjalands: Bence Irme 6/2, Gabor Ancsin 4, Zoltán Szita 4, Mate Lekai 2, Zoran Ilic 1, Richard Bodo 1, Bence Banhidi 1, Bendeguz Boka 1.
Varin skot: Roland Mikler 9, 39% – Kristof Palasics 4, 29%.
Mörk Frakklands: Elohim Prandi 7, Dika Mem 5, Huga Descat 5/2, Nedim Remili 3, Aymeric Minne 1, Nicolas Tournat 1, Ludovic Fabregas 1, Vantine Porte 1.
Varin skot: Vincent Gerard 11, 37% – Remi Desbonnet 0.

Egyptaland – Argentína 34:27 (14:15).
Mörk Egyptalands: Seif Elferaa 6/4, Ali Zein 6, Akram Yousri 5/1, Ahmed Hesham 5, Yahia Omar 2, Ibrahim Elmasry 2, Omar Elmakil 2, Mohammad Sanad 2, Ahmed Adel 2, Mohamed Tarek 1, Yehia Elderaa 1.
Varin skot: Karim Hendawy 15, 35%.
Mörk Argentínu: Fedrico Pizarro 6, James Parker 4, Andres Mayano 4, Lucas Moscariello 4, Ignacio Pizarro 3, Pablo Simonet 2, Diego Simonet 2, Gaston Mourino 1, Pedro Martinez Cami 1.
Varin skot: Juan Bar 9, 25% – Leonel Maciel 1, 13%.

Leikjadagskrá og staðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -