- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Fimmtu bronsverðlaun Spánverja

Alex Dujshebaev og félagar í spænska landsliðinu höfðu betur gegn Slóvenum í leiknum um bronsverðlaunin á ÓL. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Spánverjar unnu í fimmta skipti bronsverðlaun í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikum þegar þeir unnu Slóvena, 23:22, í viðureign um 3. sætið Pierre Mauroy Arena í Lille í morgun. Á móti kom að tækifæri Slóvena til þess að vinna verðlaun í fyrsta skipti í handknattleik á Ólympíuleikum gekk þeim úr greipum.

Spænska karlalandsliðið í handknattleik hefur fimm sinnum komist í undanúrslit í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikum en aldrei tekist að leika til úrslita. Spánverjum hefur þrátt fyrir vonbrigðin að missa af sæti í úrslitaleiknum lánast að gera það besta úr stöðunni, þ.e. að vinna bronsverðlaunin.

Uros Zorman landsliðsþjálfari Slóveníu var vonsvikinn þegar ljóst var að bronsverðlaunin höfðu gengið honum og leikmönnum hans úr greipum. Ljósmynd/EPA.

Leikur Spánar og Slóveníu í morgun var jafn frá upphafi til enda. Liðin voru með eins marks forskot á víxl. Síðast voru Slóvenar yfir, 20:19, þegar rétt innan við átta mínútur voru til leiksloka.

Klukkan 13 hefst úrslitaleikur Danmerkur og Þýskalands. RÚV sendir beint út frá leiknum.

Spánn – Slóvenía 23:22 (12:12).

Mörk Spánar: Aleix Gómez 5/3, Agustin Casado 4, Abel Serdio 3, Alex Dujshebaev 2, Jorge Maqueda 2, Kauldi Odroiozola 2, Daniel Fernandez 2, Miguel Sanchez-Migallon 2, Daniel Dujshebaev 1.
Varin skot: Gonzalo Perez de Vargas 9, 30% – Rodrigo Corrales 0.

Mörk Slóveníu: Jure Dolenec 6/6, Blaz Janc 5, Aleks Vlah 3, Tilen Kordin 3, Dean Bombac 2, Borut Mackovsek 2, Domen Novak 1.
Varin skot: Klemen Ferlin 11, 32%.

ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -