Frændþjóðirnar Danmörk, Noregur og Svíþjóð verða í þremur efstu sætum B-riðils handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Fyrir síðustu umferðina á laugardaginn leikur aðeins vafi á hver hreppir fjórða sætið í riðlinum. Slóvenía, Suður Kórea og Þýskaland eru jöfn að stigum, með tvö hvert. Þýskaland stendur best að vígi þegar litið er til innbyrðis úrslita liðanna þriggja og mætir Noregi. Slóvenar leika við Svía og Danir eiga við landslið Suður Kóreu.
Þjóðverjar voru nærri búnir að tryggja sér annað stigið gegn Dönum í kvöld. Sandra Toft, markvörður danska landsliðsins kom í veg fyrir það þegar hún varði frá Jenny Behrend úr opnu færi úr hægra horni á síðustu sekúndum. Danir hrósuðu sigri, 28:27. Um leið kom sigur Dana í veg fyrir að Svíar tylltu sér á toppinn fyrir lokaumferðina.
Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann öruggan sigur á Slóveníu, 29:22, í síðasta leik kvöldsins, 29:22, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 15:10.
Leikir í 5. og síðustu umferðar í A-riðli:
3. ágúst: Slóvenía – Svíþjóð, kl. 14.
3. ágúst: Noregur – Þýskaland, kl. 17.
3. ágúst: Danmörk – Suður Kórea, kl. 19.
Leikjadagskrá og staðan.
Úrslit dagsins:
Slóvenía – Noregur 22:29 (10:15).
Mörk Slóveníu: Ana Gros 5, Tamara Mavsar 5, Alja Varagic 4/1, Tjasa Stanko 2/1, Ana Abina 2, Barbara Lazovic 2, Elizabeth Omoregie 1, Natasa Ljepoja 1.
Varin skot: Amra Pandzic 9, 35% – Maja Vojnovic 2, 15%.
Mörk Noregs: Thale Rushfeldt Deila 4, Vilde Ingstad 4, Kari Brattset Dale 4, Sanna Solberg-Isaksen 3, Stine Skogrand 3/2, Veronica Kristiansen 3, Henny Reistad 2, Stine Bredal Oftedal 2, Kristine Breistøl 2, Marit Jacobsen 1, Camilla Herrem 1.
Varin skot: Katrine Lunde 12, 40% – Silje Solberg 4, 50%.
Þýskaland – Danmörk 27:28 (12:15).
Mörk Þýskalands: Jennu Behrend 6, Julia Maidhof 5/3, Antje Döll 4, Xenia Smits 4, Emily Bölk 3, Johanna Maria Stockschlæder 2, Annika Lott 2, Lisa Antl 1.
Varin skot: Katharina Filter 10/1, 31% – Sarah Wachter 0.
Mörk Danmerkur: Miel Højlund 7, Emma Friis 5, Rikke Iversen 5, Trine Østergaard 4, Kristina Jørgensen 4, Sara Aaberg Iversen 1, Helena Elver 1, Anne Metta Hansen 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 8, 33% – Sandra Toft 3, 25%.
Suður Kórea – Svíþjóð 21:27 (11:16).
Mörk Suður Kóreu: Kyungmin Kang 5, Birna Woo 4/2, Eunhye Kang 4, Eunjoo Shin 4, Eun Hee Ryu 2, Jiyeon Jeon 1, Dayoung 1.
Varin skot: Saeyoung Park 9, 30% – Jinhui Jepong 0.
Mörk Svíþjóðar: Emma Lindqvist 5, Jamina Roberts 4, Linn Blohm 4, Elin Hansson 3, Jenny Carlson 3, Mathilda Lundström 3, Nathalie Hagman 2/2, Tyra Axnér 2, Nina Koppang 1.
Varin skot: Evelina Eriksson 11/1, 34% – Johanna Bundsen 2/2, 100%.