- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Frakkar eru góðum málum

Frönsku landsliðskonurnar Alicia Toublanc og Laura Flippes. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar eru í góðum málum í B-riðli handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir tvo sigureiki fram til þessa. Síðast í kvöld lagði franska landsliðið, sem er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari, landslið Hollands á sannfærandi hátt, 32:28. Hollendingar voru þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 17:14.

Franska landsliðið er eina ósigraða liðið í B-riðli og stendur eins vel að vígi og Svíar í A-riðli sem einnig hafa unnuð tvo fyrstu leiki sína.

Spánverjar virðast heillum horfnir. Lið Spánar tapaði í dag fyrir landsliði Angóla, 26:21, og hefur þar lotið í lægra haldi í tveimur fyrstu leikjunum á leikunum. Ef ekki verður breyting á er hætt við að spænska liðið haldi heim á leið að lokinni riðlakeppninni hinn 3. ágúst.

Frakkland – Holland 32:28 (17:14).
Mörk Frakklands: Chloe Valentini 10, Estelle Nze Minko 5, Tamara Horacek 5, Pauletta Foppa 3, Alicia Toublanc 3/1, Orlane Kanor 3, Meline Nocandy 1, Laura Flippers 1, Lucie Granier 1.
Varin skot: Hatadou Sako 10/1, 42% – Laura Glause 3, 18%.
Mörk Hollands: Angela Malestein 7/3, Lois Abbingh 6, Dione Housheer 5, Bo van Wetering 4, Estavana Polman 4, Tamara Haggerty 2.
Varin skot: Rinka Diijndam 4, 27% – Yara ten Holte 3, 13%.

Angóla – Spánn 26:21 (14:15).
Mörk Angóla: Vilma Nenganga 7/1, Juliana Machado 6/4, Stelvia Pascoal 4, Helena Paulo 3, Azenaide Carlos 2, Natalia Santos 1, Albertina Kassoma 1, Marilia Quizelete 1, Natalina Fonsexa 1.
Varin skot: Marta Alberto 11, 37% – Eliane Paulo 0.
Mörk Spánar: Carmen Campos 6/4, Jennifer Guiterrez 4, Alexandrina Cabral 2, Mireya Gonzalez 2, Maitane Echeverria 2, Paula Arcos 2, Maria Prieto 2, Lysa Tchaptcet 1.
Varin skot: Mercedes Castellanos 7, 30% – Nicole Wiggins 1, 10%.

Ambros Martin landsliðsþjálfari Spánar og liðskonur hans hafa ekki náð sér á strik í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París. Ljósmynd/EPA

Brasilía – Ungverjaland 24:25 (15:12).
Mörk Brasilíu: Bruna de Paula 4, Mariane Fernanddes 4, Jessica Quntino 4, Larissa Araujo 3, Adriana Cardoso 2/1, Giulia Guarieiro 2, Gabriela Bitolo 2/2, Marcelona Arounian 1.
Varin skot: Gabriela Moreschi 12, 32%.
Mörk Ungverjalands: Petra Simon 5, Kinga Debreczeni-Klivinyi 4, Katrin Klujber 3, Csenge Kuczora 3, Petra Anita Fuezi Tovizi 2, Greta Marton 2, Petra Vamos 2, Nikoletta Papp 1, Anna Albek 1, Nadine Szollosi-Schatzl 1, Viktoria Györi-Lukacs 1.
Varin skot: Blanka Boede Biró 10, 29%.

Leikjadagskrá og úrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -