- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Heldur sigurganga Frakka áfram í undanúrslitum?

Leikmenn franska landsliðsins hafa haft mörg tækifæri til að fagna á Ólympíuleikunum sem standa yfir. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Leikið verður í dag til undanúrslita í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Annarsvegar mætast Frakkland og Svíþjóð klukkan 14.30 og hinsvegar Danmörk og Noregur klukkan 19.30. Frakkar urðu Ólympíumeistarar fyrir þremur árum þegar leikarnir fór fram í Japan. Franska landsliðið lagði Rússa í úrslitaleik, 30:25. Rússneska landsliðið er fjarri góðu gamni að þessu sinni.

Svíar og Norðmenn léku um bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Japan 2021 og hafði norska liðið betur, 36:19, eftir eins marks tap fyrir Rússum í undanúrslitum. Rétt þrjú ár eru í dag síðan leikið var til úrslita í kvennaflokki á leikunum.

Danir hafa ekki verið með í handknattleikskeppni Ólympíuleika síðan 2012 í London. Þá hafnaði danska landsliðið í 9. sæti.

Franska liðið er það eina í keppninni sem enn hefur ekki tapað leik.

Norðmenn unnu Dani í riðlakeppni leikanna á dögunum, 27:18.

Leikjdagskrá:
Svíþjóð – Frakkland, kl. 14.30 – sýndur á RÚV.
Noregur – Danmörk, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2 frá kl. 20.40.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -