- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Sannfærandi hjá norska landsliðinu – Lunde í miklum ham

Veronica Kristiansen og Katrine Lunde markvörður norska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Norska landsliðið vann öruggan sigur á landsliði Suður Kóreu í þriðju umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í morgun, 26:20. Leikurinn markaði endurkomu Henny Reistad í norska landsliðið. Hún lék með í 25 mínútur og skoraði fjögur mörk úr níu skotum, flaskaði m.a. á einu vítakasti.

Öflugur varnarleikur með Vilde Ingstad í aðalhlutverki og frábær leikur beggja markvarðanna, Katrine Lunde og Silje Solberg skóp norskan sigur. Lunde varði 11 skot í síðari hálfleik og var með yfir 50% hlutfallsmarkvörslu.

Staðan var 13:11 í hálfleik fyrir norska liðið. Snemma í síðari hálfleik var áfram tveggja marka munur um skeið áður en norska liðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, jók forskotið lítillega og vann sannfærandi sigur.

Noregur hefur þar með fjögur stig eftir þrjá leiki og mætir Slóveníu á fimmtudaginn í fjórðu og næst síðustu umferð riðlakeppninnar. Slóvenar steinlágu fyrir Þýskalandi í morgun, 41:22. Eftir tvo tapleiki og talsverð vonbrigði þá sprakk þýska liðið út í morgun.

Noregur – Suður Kórea 26:20 (13:11).
Mörk Noregs: Stine Skogrand 5/2, Veronica Kristiansen 4, Henny Reistad 4, Sanna Solberg-Isaksen 3, Nora Mørk 3/1, Kari Brattset Dale 2, Vilde Ingstad 2, Marit Jacobsen 1, Camilla Herrem 1, Stine Oftedal 1.
Varin skot: Katrine Lunde 11, 55% – Silje Solberg 7, 39%.
Mörk Suður Kóreu: Eun Hee Ryu 6/3, Kyungmin Kans 3, Boeun Gim 3, Bitna Woo 2, Eunjoo Shin 2, Jiyoung Song 1, Eunhye Kang 1, Jiyeon Jeon 1, Dayoung Kim 1.
Varin skot: Saeyoung Park 11/1, 31%.

Þýskaland – Slóvenía 41:22 (16:9).
Mörk Þýskalands: Xenia Smits 7, Annika Lott 7, Julia Maidhof 6/2, Antje Döll 6, Julia Behnke 3, Jenny Behrend 3, Johanna Maria Stockschlader 2, Viola Leuchter 2, Lisa Antl 2, Meike Schmelzer 1, Alina Grijseels 1, Emlily Bölk 1.
Varin skot: Katharina Filter 8, 31% – Sarah Wachter 4, 50%.
Mörk Slóveníu: Anna Gros 6/1, Elizabeth Omoregie 5, Alja Varagic 5, Valentina Klemncic 3, Barbara Lazovioc 1, Tamara Mavsar 1, Ana Abina 1.
Varin skot: Amra Pandiv 8, 22% – Maja Vonovic 3, 23%.

ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -