- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Slóvenar veðjuðu á réttan hest – mæta Dönum í undanúrslitum

Eldhressir Slóvenar eftir sigurinn á Norðmönnum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenar mæta Dönum í síðari undanúrslitaleik handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum á föstudaginn. Þeir lögðu Norðmenn á sannfærandi hátt í fjórða og síðasta leik átta liða úrslita í Stade Pierre Mauroy Arena í Lille í kvöld, 33:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 16:12.

Þar með hafa Slóvenar væntanlega veðjað á réttan hest þegar þeir lögðu sig ekkert fram gegn Þýskalandi í lokaumferð riðlakeppninnar til þess að eiga von um að fá viðráðanlegri andstæðing í átta liða úrslitum, eins og þjálfarinn Uros Zorman sagði á dögunum.

Alltént voru Slóvenar talsvert sterkari en Norðmenn að þessu sinni. Þeir voru með yfirhöndina frá upphafi til enda. Engu var líkara en leikmenn norska liðsins, sem byrjuðu afar vel á leikunum, hafi veið búnir að fá nóg.

Aleks Vlah t.v. og heljarmennið Blaz Blagotinsek ganga af leikvelli eftir sigurinn á Noregi í kvöld. Ljósmynd/EPA

Aleks Vlah átti enn einn stórleikinn á leikunum. Hann skoraði 11 mörk, eitt út vítakasti. Haldi fram sem horfir fer hann að gera tilkall til þess að vera valinn maður handknattleikskeppninnar. Blanz Janc var einnig afar öflugur eins og stundum áður.

Mörk Noregs: Alexandre Blonz 7/1, Kristian Björnsen 4, Tobias Gröndal 4/2, Gabriel Ask Setterblom 4, Sander Sagosen 3, Magnus Gullerud 2, Petter Överby 1, Christian O’Sullivan 1, Harald Reinkind 1, Simen Ulstad Lyse 1.
Varin skot: Torbjörn Bergerud 9/2, 25% – Kristian Sæverås 1, 17%.

Mörk Slóveníu: Aleks Vlah 11/1, Blaz Janc 9, Blaz Blagotinsek 3, Tilen Kodrin 3, Jure Dolenec 2/1, Dewan Bombac 2, Borut Mckovsek 2, Miha Zarabec 1.
Varin skot: Klemen Ferlin 9/1, 30% – Urban Lesjak 1, 13%.

ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -