- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Spánverjar í undanúrslit – aftur skoraði Gómez sigurmarkið

Spánverjar fagna sæti í undanúrslitum en Egyptar eru miður sín. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Spánverjar lögðu Egypta, 29:28, í framlengdum leik í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í morgun. Spánn leikur við annað hvort Þýskaland eða Frakkland í undanúrslitum á föstudaginn. Egyptar eru á heimleið eftir að hafa mistekist að vinna sér sæti í undanúrslitum aðra Ólympíuleikana í röð. Þangað eru hinsvegar Spánverjar komnir þrátt fyrir að hafa vera ósannfærandi að margra mati til að byrja með í keppninni.

Annan leikinn í röð var það hornamaðurinn Aleix Gómez sem innsiglaði sigur Spánar. Að þessu sinni skoraði hann sigurmarkið úr vítakasti 25 sekúndum fyrir lok leiktímans í framlengingu. Egyptar áttu síðustu sóknina en skot Seif Elderaa og síðar Ahmed Hesman rötuðu ekki í netið. Niðurstaðan eru vonbrigði fyrir egypska liðið sem hefur þótt leika vel undir stjórn Spánverjans Juan Carlos Pastor.

Gómez skoraði einnig sigurmarkið gegn Króötum á sunnudaginn í leiknum sem réði því hvort liðið færi áfram í átta liða úrslit.

Vantaði meira bit í sóknarleikinn

Egyptar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:8. Spánverjar voru talsvert öflugri í síðari hálfleik. Þeir unnu jafnt og þétt niður forskot egypska liðsins sem átti í nokkrum erfiðleikur með sóknarleik sinn. Það flaut hinsvegar langt á góðum varnarleik sem dugði ekki alveg til enda.

Það hafði mikið að segja fyrir egypska liðið að þeirra besti maður, Yahia Omar, var meiddur og gat lítið tekið þátt í leiknum nema rétt framan af.

De Vargas frábær

Gonzalo Perez de Vargas fór á kostum í marki Spánar og jós úr skálum reynslu sinnar.
Ian Tarrafeta jafnaði metin fyrir spænska liðið nokkrum sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma, 25:25. Spánverjar voru síðan alltaf á undan að skora í framlengingunni.

Mörk Spánar: Aleix Gómez 9/4, Ian Tarrafeta 6, Alex Dujshebaev 3, Kauldi Odriozola 2, Daniel Fernandez 2, Javier Rodriguez 1, Abel Serdío 1, Daniel Dujshebaev 1.
Varin skot: Gonzalo Perez de Vargas 17/2, 38%.

Mörk Egyptalands: Yehia Elderaa 8, Seif Elderaa 6/2, Amed Hesham 5, Mohammad Sanad 3, Ahmed Adel 3, Ali Zein 2, Omar Elwakil 1.
Varin skot: Mohamed Aly 12, 32%.

ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -