- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Spennan í algleymi í A-riðli – öll liðin hafa tapað leik

Kristina Jørgensen, leikmaður danska landsliðsins sækir að Kristínu Þorleifsdóttur og Nathalie Hagman í sænsku vörninni. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

Þrjú lið eru jöfn að stigum eftir þrjár umferðir af fimm í A-riðli handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleiknum eftir að Danir unnu Svíar í hörkuleik og mikilli spennu á síðustu mínútunum, 25:23. Staðan var jöfn, 21:21, þegar 12 mínútur voru til leiksloka. Svíar fóru illa að ráði sínu síðustu mínúturnar. Þeir hefðu hæglega getað krækt í annað stigið.

Sigurinn var viss uppreisn fyrir danska landsliðið eftir hraklega útreið í viðureign við norska landsliðið í fyrradag. Um leið var þetta fyrsta tap Svía á leikunum.

Noregur, sem vann Suður Kóreu í dag 26:20, er með fjögur stig eins og Danmörk og Svíþjóð. Þýskaland, sem reis upp á afturlappirnar í dag og vann Slóveníu með 19 marka mun, er með tvö stig í fjórða sæti. Suður Kórea og Slóvena eru einnig með tvö stig í fimmta og sjötta sæti.

Í fjórðu umferð fimmtudaginn 1. ágúst eigast við:
Suður Kórea -Svíþjóð, kl. 9.
Þýskaland – Danmörk, kl. 17.
Slóvenía – Noregur, kl. 19.

Danmörk – Svíþjóð 25:23 (14:14).
Mörk Danmerkur: Rikke Iversen 4, Emma Friis 4, Anne Mette Hansen 4, Sarah Aaberg Iversen 4, Lousia Vinter Burgaars 3, Kristina Jørgensen 2/2, Mie Højlund 2, Helena Elver 1, Line Haugsted 1.
Varin skot: Sandra Toft 7/2, 27% – Althea Reinhard 2, 67%.
Mörk Svíþjóðar: Natjalie Hagman 6, Jenny Carlson 4, Elin Hanson 3, Kristín Þorleifsdóttir 3, Linn Blohm 2, Tya Axnér 2, Emma Lindqvist 1, Jamina Roberts 1, Nina Kopang 1.
Varin skot: Johanna Bundsen 12, 32%.

Noregur – Suður Kórea 26:20 (13:11).
Mörk Noregs: Stine Skogrand 5/2, Veronica Kristiansen 4, Henny Reistad 4, Sanna Solberg-Isaksen 3, Nora Mørk 3/1, Kari Brattset Dale 2, Vilde Ingstad 2, Marit Jacobsen 1, Camilla Herrem 1, Stine Oftedal 1.
Varin skot: Katrine Lunde 11, 55% – Silje Solberg 7, 39%.
Mörk Suður Kóreu: Eun Hee Ryu 6/3, Kyungmin Kans 3, Boeun Gim 3, Bitna Woo 2, Eunjoo Shin 2, Jiyoung Song 1, Eunhye Kang 1, Jiyeon Jeon 1, Dayoung Kim 1.
Varin skot: Saeyoung Park 11/1, 31%.

Þýskaland – Slóvenía 41:22 (16:9).
Mörk Þýskalands: Xenia Smits 7, Annika Lott 7, Julia Maidhof 6/2, Antje Döll 6, Julia Behnke 3, Jenny Behrend 3, Johanna Maria Stockschlader 2, Viola Leuchter 2, Lisa Antl 2, Meike Schmelzer 1, Alina Grijseels 1, Emlily Bölk 1.
Varin skot: Katharina Filter 8, 31% – Sarah Wachter 4, 50%.
Mörk Slóveníu: Anna Gros 6/1, Elizabeth Omoregie 5, Alja Varagic 5, Valentina Klemncic 3, Barbara Lazovioc 1, Tamara Mavsar 1, Ana Abina 1.
Varin skot: Amra Pandiv 8, 22% – Maja Vonovic 3, 23%.

Leikjadagskrá og staðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -