- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Svíar áfram eftir framlengdan spennuleik

Nina Koppang fagnar jöfnunarmarki sínu sem tryggði Svíum framlenginu gegn Ungverjum. Koppang skoraði sjö mörk í leiknum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Svíar unnu Ungverja eftir framlengda viðureign í átta liða úrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í dag, 36:32, í skemmtilegasta leik átta liða úrslita til þessa.
Sænska landsliðið mætir franska landsliðinu í undanúrslitum á föstudaginn. Frakkar unnu Þjóðverja fyrr í dag.

Svíar fengu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum á Ungverjum sem voru marki yfir í hálfleik, 16:15. Nina Koppang jafnaði metin, 29:29, fimm sekúndum áður en hefðbundinn leiktími var á enda eftir mjög jafnan leik þar sem vart mátti á milli sjá liðanna. Áður en Koppang skoraði jöfnunarmarkið hafði Petra Siomon skoraði tvisvar í röð fyrir Ungverja, þar á meðal 29. markið 15 sekúndum fyrir leikslok.

­Þegar kom í framlenginu þvarr Ungverjum máttur og Svíar réðu lögum og lofum. Einnig hafði það sitt að segja að Johanna Bundsen varði allt hvað af tók í sænska markinu meðan Blanka Böede-Biro var ekki eins spræk í marki Ungverja.

Mörk Svíþjóðar: Nina Koppang 7, Linn Blohm 6, Nathalei Hagman 6/1, Elin Hanson 6, Jamina Roberts 5, Jenny Carlson 2, Olivia Löfqvist 1, Tyra Axnér 1, Kristin Þorleifsdóttir 1, Emma Lindqvist 1.
Varin skot: Johanna Bundsen 22, 42%.

Mörk Ungverjalands: Katrin Klujber 11/5, Petra Vamos 6, Csenge Kuczora 4, Viktoria Gyori-Lucacs 4, Petra Simon 3, Nadine Szollosi-Schatzl 3, Petra Anita Fuezi Tovizi 1.
Varin skot: Blanka Böede-Biro 13/1, 27%.

Sjá einnig: ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -