- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Svíar eru slæmri stöðu eftir annan tapleik

Slóvenar fagna sigri sínum á Svíum í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Sænska landsliðið í handknattleik karla er ekkert í alltof góðum málum á Ólympíuleikunum eftir fimm marka tap fyrir Slóvenum í dag, 29:23, í síðasta leik þriðju umferðar í A-riðli. Svíar hafa aðeins tvö stig þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir eiga eftir leiki við Króata á föstudaginn og við Japan á sunnudaginn. Sem stendur eru Svíar í fimmta sæti af sex liðum í riðlinum með tvö stig. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit ásamt fjórum liðum úr B-riðli.
Svíar standa þar að auki höllum fæti í innbyrðis leikjum gegn Þýskalandi og Slóvenum ef þeir verða þeim jafnir að stigum.

Slóvenar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik gegn Svíum í dag, 15:14. Eins og gegn Króötum í fyrradag voru leikmenn slóvenska liðsins sterkir í síðari hálfleik. Klemen Ferlin gerði Svíum gramt í geði með stórleik í markinu. Einnig voru Blaz Janc og Aleks Vlah óstöðvandi við sóknarleikinn.

Spánverjar færðust upp í annað sæti B-riðils þegar þeir lögðu japanska landsliðið, 37:33, í dag. Japanir léku betur en gegn Þýskalandi í fyrradag. Varnarleikurinn var ekki sannfærandi og því unnu Spánverjar án þess þó að leika sérstaklega vel.

Slóvenía – Svíþjóð 29:24 (15:14).
Mörk Slóvena: Blaz Janc 10, Aleks Vlah, 8/2, Jure Dolenec 4/2, Borut Mackovsek 3, Tilen Kordin 2, Domen Npvak 1, Blaz Blagotinsek 1.
Varin skot: Klemen Ferlin 9/1, 47% – Urban Lesjak 4, 22%
Mörk Svíþjóðar: Hampus Wanne 6/2, Jonathan Carlsborgaard 2, Felix Möller 2, Daniel Pettersson 2, Felix Claar 2, Lucas Pellas 2, Jim Gottfridsson 2, Oscar Bergendahl 2, Lukas Sandell 2, Karl Wallinius 1, Albin Lagergren 1.
Varin skot: Andreas Palicka 8, 30% – Tobias Thulin 4/1, 31%.

Spánn – Japan 37:33 (20:18).
Mörk Spánar: Kauldi Odriozola 6, Daniel Dujshebaev 5, Alex Dujshebaev 4, Agustin Casado 4, Imanol Garciandia 3, Aleix Gomez 3, Ian Tarrafeta 3, Daniel Fernandez 3, Javier Rodriguez 2, Migule Sanchez 2, Jorge Maqueda 1, Abel Serdio 1.
Varin skot: Rodrigo Corranes 10, 37% – Gonzalo Perez de Várgas 1, 6%.

Mörk Japans: Kosuke Yasyhira 7, Naoki Fujisaka 7, Shinnosuke Tokuda 4, Naoki Sugioka 4, Shuichi Yoshida 3, Jin Watanabe 3, Hiroki Motoki 2, Tomya Sajurai 1, Yuki Baig Adam 1, Hioysay Tamakawa 1.
Varin skot: Daisuka Okamoto 9/1, 25% – Takumi Nakamura 4, 33%.

Króatía – Þýskaland 31:26 (15:13).

Mörk Króatíu: Ivan Martinovic 9/1, Luka Cindric 5, Domagoj Duvnjak 5, Mario Sostaric 5/2, Lovro Mihic 4, Zvonimit Srna 1, Marin Sipic 1, Veron Nacinovic 1.
Varin skot: Dominik Kuzmanovic 12, 32% – Matej Mandic 1/1, 100%.

Mörk Þýskalands: Johannes Golla 8, Renars Uscins 4, Rune Damke 3, Luka Witzke 3, Julian Köster 2, Juri Knorr 2, Sebastian Heymann 1, Kai Häfner 1, Christoph Steinert 1, Marko Grgic 1/1.
Varin skot: Andreas Wolff 8/1, 26% – David Späth 1, 17%.

Leikjdagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -