- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Þjóðverjum tókst ekki að slá heimsmeistarana út af laginu

Franska handknattleikskonan Grace Zaadi sem kom inn í franska liðið fyrir leikinn að skora sitt eina mark gegn Þjóðverjum. Katharina Filter til varnar í þýska markinu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkaland fylgdi Danmörku eftir í undanúrslit handknattleikskeppni á kvenna á Ólympíuleikunum með þriggja marka sigri á Þýskalandi, 26:23, Pierre Mauroy Stadium í Lille. Frakkar, unnu handknattleikskeppni kvenna á leikunum fyrir þremur árum og eru einnig heimsmeistarar, mæta annað hvort Ungverjum eða Svíum í undanúrslitum á föstudaginn.

Franska liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda að þessu sinni. Þýska liðið var aldrei langt undan. Þjóðverjar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 13:10, og tókst að jafna metin snemma í síðari hálfleik, 15:15. Franska liðið svaraði með þremur mörkum í röð og gaf forystuna aldrei eftir.

Mörk Frakklands: Tamara Horacek 7/2, Estelle Nze Minko 4, Laura Flippers 4, Lucie Granier 2, Pauletta Foppa 2, Alicia Toublanc 2, Meline Nocandy 2, Grace Zaadi Deuna 1, Orlane Kanor 1, Clohe Valentini 1.
Varin skot: Laura Glauser 13, 36%.

Mörk Þýskalands: Emily Bölk 7, Xenia Smits 4, Julia Maidhof 3, Antje Döll 3, Julia Behnke 3, Alina Grijseels 2, Jenny Behrend 1.
Varin skot: Katharina Filter 9, 26%.

Sjá einnig:

ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -