- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL24: Danir hófu keppni með stórsigri

Leikmenn danska landsliðsins fagna öruggum sigri á Slóvenum í fyrsta leik handknattleikskeppni Ólympíuleikana. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Danska landsliðið í handknattleik kvenna vann fyrstu viðureign handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París í morgun. Danir lögðu Slóvena með átta marka mun, 27:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Liðin leika í A-riðli ásamt Þýskalandi, Suður Kóreu, Noregi og Svíþjóð.

Danir, sem eru með í handknattleikskeppni kvenna í fyrsta sinn í 12 ár, náðu mest 10 marka forskoti í síðari hálfleik eftir að hafa verið með talsverða yfirburði. Vörnin var afar öflug og að baki hennar stóð Althea Reinhardt marvörður og gerði slóvensku leikmönnunum gramt í geði. Reinhardt varði 13 skot, 43%, þar af sjö úr hornum eða af línu.

Þetta var fyrsti leikur kvennalandsliðs Slóveníu í handknattleik á Ólympíuleikum. Ana Gros og Tjasa Stanko voru markahæstar með fimm mörk hvor.

Emma Friis og Trine Østergaard skoruðu einnig fimm mörk hvor fyrir danska landsliðið.

Næsti leikur danska landsliðsins verður gegn Noregi á sunnudagskvöld. Slóvenar mæta liði Suður Kóreu.

Þórir Hergeirsson og norska landsliðið hefur keppni í kvöld með viðureign við sænska landsliðið. Viðureignin hefst klukkan 19 og verður sýnd á RÚV.

Leikjadagskrá handknattleikskeppni kvenna á ÓL.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -