- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur sterklega orðaður við þjálfarastarf í Þýskalandi

Ólafur Stefánsson hættir þjálfun þýska liðsins EHV Aue í sumar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ólafur Stefánsson kemur sterklega til greina sem næsti þjálfari þýska handknattleiksliðsins EHV Aue sem leikur í næst efstu deild. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.

Forráðamenn EHV hafa síðustu daga leitað logandi ljósi að þjálfara í stað Stephen Just sem þeir sögðu upp fyrir viku í vegna slaks árangurs liðsins í upphafsleikjum tímabilsins. Munu þeir m.a. hafa sett sig í samband við Ólaf sem sýndi áhuga.


Eftir því sem handbolti.is kemst næst stendur til að nýr þjálfari verði kynntur til leiks hjá EHV Aue á morgun eða á miðvikudaginn og líklegra sé en ekki að Ólafur verði fyrir valinu. Ólafur hefur ekki verið aðalþjálfari félagsliðs síðan hann þjálfaði karlalið Vals fyrir tæpum áratug.

Ólafur hefur ekki verið í þjálfun síðustu mánuði eftir að hann lét af störfum aðstoðarþjálfara HC Erlangen rétt áður en keppnistímabilið hófst í Þýskalandi í haust. Ólafi fannst framhjá sér gengið þegar nýr þjálfari var ráðinn til félagsins í sumar og sagði starfi sínu lausu.

Þekkt Íslendingalið

Íslendingar hafa lengi átt upp á pallborðið hjá EHV Aue og m.a. hefur Sveinbjörn Pétursson markvörður verið hjá liðinu frá 2020.

EHV Aue vann TuS N-Lübbecke á laugardaginn og lyfti sér þar með úr neðsta sæti 2. deildar Var þetta annar sigur liðsins á keppnistímabilinu. EHV kom upp úr 3. deild í vor eftir eins árs veru. Ljóst er að verk er að vinna fyrir nýjan þjálfara liðsins, hvort sem hann heitir Ólafur Stefánsson eða eitthvað annað.

Stöðuna í þýsku 2. deildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik er finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -