Þrjár heilar umferðir auk eins frestaðs leiks úr 15. umferð er eftir af keppni í Olísdeild kvenna. Stefnt er á að leikir 21. og síðustu umferðar fari fram laugardaginn 1. apríl, áður en landsliðið kemur saman til æfinga fyrir leikina við Ungverjaland í umspili um HM sæti.
Mikil spenna ríkir í keppninni um deildarmeistaratitilinn í Olísdeildinni. ÍBV og Valur eru í efstu tveimur sætunum með 30 stig hvort. ÍBV stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum liðanna auk þess að eiga leik inni við KA/Þór úr 15. umferð.
Nítjánda umferð fer fram á föstudag og laugardag. Eftir leikina tekur við hálfs mánaðar hlé vegna leikja í undanúrslitum og úrslitum Poweradebikarsins eftir miðja næstu viku.
Hér fyrir neðan eru leikirnir sem eftir standa í Olísdeild kvenna auk stöðunnar í deildinni.
22. mars, frestaður leikur í 15.umferð:
ÍBV – KA/Þór.
19. umferð, 10. og 11. mars:
Haukar – ÍBV.
Valur – Stjarnan.
Selfoss – Fram.
HK – KA/Þór.
20. umferð, 25. mars:
KA/Þór – Fram.
Stjarnan – Haukar
ÍBV – Selfoss.
HK – Valur.
21. umferð, 1. apríl:
Haukar – HK.
Fram – ÍBV.
Valur – KA/Þór.
Selfoss – Stjarnan.